„Að gefnu tilefni viljum við benda á að setning sykurskatts ætti að hafa í för með sér bætingu lýðheilsu allra Íslendinga, ekki bara lýðheilsu feitra, enda neyta Íslendingar á öllum aldri og af öllum kynjum, stærðum og gerðum sykurs. Of mikil neysla sykurs er ekki bara óholl fyrir feitt fólk.“
Í aðgerðaráætlun er talað sérstaklega um feita
Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða gefna tilefni um ræðir en í aðgerðaráætlun Landlæknis, með vísan til bréf frá heilbrigðisráðuneytinu, segir meðal annars:
Kynt undir bál fitufordóma
Þá sagði Brynjar Níelsson, í viðtali við Vísi, að ekki væri forsvaranlegt að skattleggja alla vegna óhófs nokkurra. Þó ekki liggi fyrir hvort þau orð hans hafi orðið meðal annars tilefni yfirlýsingarinnar. En við hana, sem birtist á Facebooksíðu samtakanna, er tengt við frétt DV sem gerir sér mat úr grein sem Svandís Svavarsdóttir skrifaði og birti í Morgunblaðinu, en þar vísar hún meðal annars með óbeinum hætti í aðgerðaráætlunina; að ítrekað hafi komið fram að hlutfall feitra sé hátt á Íslandi og að neysla á sykurríkum vörum auki líkur á offitu og tannskemmdum.
Mikil vonbrigði með Svandísi
Sérstaklega er vakin athygli á því, að vegna hárrar tíðni fitufordóma og mismununar á grundvelli holdafars, að í áætluninni sér sérstaklega tekið fram að…„Við innleiðingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka neikvæð viðhorf eða vanlíðan í tengslum við holdafar. Þvert á móti er mikilvægt að efla virðingu fyrir fjölbreyttum líkamsvexti í samfélaginu þar sem slæm líkamsmynd og fordómar vegna holdafars geta haft neikvæð áhrif á heilsutengda hegðun, heilbrigði og líðan. Því er ráðlagt að aðgerðir stjórnvalda felist í eflingu heilbrigðra lifnaðarhátta á breiðum samfélagslegum grundvelli án sérstakrar áherslu á offitu eða líkamsþyngd.”
Stjórn Samtaka um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum og verulegum vonbrigðum með það hvert umræðan hefur farið og virðist stefna. Og eru nefnd sérstaklega ummæli Svandísar í því sambandi.
„Það veldur okkur í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu gífurlegum vonbrigðum að sjá heilbrigðisráðherra ganga gegn þessum ráðleggingum í orðræðu sinni um álagningu sykurskatts.“