Ólafur Ragnar segir Trump fyndinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2019 11:28 Ólafur Ragnar virðist geta séð spaugilegu hliðina á tísti Bandaríkjaforseta. Vísir/Samsett Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið. Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta frá því í gær vera fyndið. Tístið sem um ræðir hefur vakið talsverða athygli en það sýnir breytta útgáfu af forsíðu tímaritsins Time. Þar sjást skilti með nafni Trump og ártölum fram í tímann, það næsta 2024, en ljóst er að Trump getur ekki gegn embætti forseta Bandaríkjanna lengur en til þess árs. Forsíðan sjálf vísar til greinar sem fjallar um hvernig tröllvaxinn stuðningur við Trump og hans aðferðir og stefnur muni lifa áfram eftir að hann lætur af embætti. Í breyttir útgáfu forsíðunnar sem Trump hefur nú tíst í tvígang eru undirtónarnir þó nokkuð bersýnilega aðrir. Áhorfandinn ferðast á milli skilta þar sem ártölin hrannast upp og hækka þar til komið er að skilti með ártalinu 2048. Fyrir aftan stendur Trump sjálfur, rólegur að sjá. Þegar að síðasta skiltinu er komið tekur ártalið á því að hækka og fer alla leið upp í árið 90 þúsund. Þá breytist texti skiltisins í Trump 4Eva (Trump for ever), eða Trump að eilífu.pic.twitter.com/JDS4zVfyBe — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 27, 2019 Andstæðingar Trump hafa sagt tístið bera keim af einræðistilburðum og segja það merki um að Trump ætli sér ekki að láta völdin frá sér svo auðveldlega. Það verður þó að teljast ólíklegt að Trump takist að sitja lengur en til 2024, jafnvel þó það sé ætlun hans, en í Bandaríkjunum má forseti aðeins sitja tvö fjögurra ára kjörtímabil að hámarki.Ólafur Ragnar segir tístið fyndið Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um þetta umdeilda tíst forsetans og deilir því á Twitter-síðu sinni. „Þið verðið að gefa honum það @realDonaldTrump. Þetta er fyndið!“You have to hand it to him @realDonaldTrump. It is funny! https://t.co/F4zUNgNk5f — Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) June 27, 2019 Ekki eru allir sem deila þessu sjónarmiði Ólafs Ragnars en flest svör við færslu hans eru á þá leið að það sé fátt fyndið við tíst Trump að finna. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvað það var sem Ólafur Ragnar telur fyndið við tístið.
Bandaríkin Donald Trump Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist