Fólk tilkynni falsauglýsingar á samfélagsmiðlum Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2019 21:35 Dæmi um falsaða frétt sem notuð er til að gabba fólk til að greiða svikahröppum peninga. Vísir/EPA Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma. Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna falsauglýsingar á samfélagsmiðlum til að hjálpa til við að uppræta þær. Augljóst sé að svikahrappar sem standa að auglýsingunum hafi fylgst vel með löndum sem þeir herja á. Töluvert hefur borið á falsauglýsingum á samfélagsmiðlum eins og Facebook fyrir undraleiðir til að ná skjótum gróða. Andlit þekktra íslenskra athafnamanna hafa verið misnotuð í auglýsingum sem þessum. Í sumum tilfellum eru auglýsingarnar látnar líta út eins og fréttir íslenskra fjölmiðla eins og Vísis. Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagði Daði Gunnarsson, yfirmaður netafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að mikilvægt væri að fólk læsi vel auglýsingarnar ef það smellti á þær. Oft væru þær augljóslega þýddar með sjálfvirkum þýðingarvélum eins og Google Translate. Þannig væri algengt að einstaka orð væru ekki einu sinni þýdd heldur stæðu á ensku. Ráðlagði Daði fólki að tilkynna auglýsingar af þessu tagi sem svik í hvert skipti sem þær sjáist. „Hver einasta tilkynning gildir. Við biðlum til fólks að tilkynna þær og aðstoða okkur þá við að losna við þetta,“ sagði hann. Erfitt getur þó reynst að koma lögum yfir svikahrappana. Daði segir að oft stofni þeir fyrirtæki á einum stað en peningarnar sem þeir hafa af fólki fari annað. Þá færi þeir peningana ört til að gera löggæsluyfirvöldum erfiðara fyrir að rekja slóðina. Svikahrapparnir séu atvinnumenn í sínu fagi. Augljóst sé að þeir fylgist með því sem er að gerast í löndunum sem þeir herja á hverju sinni. Oft tengist Ísland Norðurlöndunum í svikamálum sem þessu. Þannig verði löndin fyrir barðinu á sömu svikaherferðunum á sama tíma.
Facebook Lögreglumál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. 31. maí 2019 22:00