FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 23:45 Frá ferðamannabænum Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Vísir/getty Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“ Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“
Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira