Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 18:06 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07