Krafa gerð um aðhald í ríkisrekstri: „Þurfum að fara vel með hverja krónu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. maí 2019 12:05 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram endurskoðaða fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022 á Alþingi í gær. Í henni kemur fram að með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna næstu tvö ár. Endurskoðaða fjármálastefna felur í sér að dregið verði úr áformum um að afgang í afkomu ríkissjóðs en hagspár gera ráð fyrir verulegan samdrætti miðað við fyrri fjármálastefnu. „Það sem er að gerast hjá okkur í hagkerfinu er að við erum að sjá lítilsháttar samdrátt á þessu ári í staðinn fyrir hagvöxt sem áður var spáð og það leiðir til þess að tekjur dragast mjög verulega saman bæði á þessu ári og inn í komandi ár og þess vegna erum við að aðlaga stefnuna að þessum breyttu aðstæðum, þessum breyttu forsendum. Áður gerum við ráð fyrir að vera með mikinn afgang á ríkisfjármálunum, upp á um þrjátíu milljarða en við erum að segja að það sé óþarfi að gera það núna. Við ætlum að gefa frá okkur þau afkomumarkmið og reka ríkissjóð bara í jafnvægi á komandi árum og grípa til tiltekinna ráðstafanna til að koma í veg fyrir hallarekstur,“ segir Bjarni.Getur þú nefnt dæmi um til hvaða ráðstafana þið grípið?„Við erum að koma víða við í því efni. Við gerum kröfu um að tilteknar ríkistofnanir skili arði. Við ætlum að fara í hagræðingaraðgerðir. Bæði almennar aðgerðir en gerum eins líka ákveðna hagræðingar kröfu á kerfið í heild sinni. Það eru fjölþættar aðgerðir mundi ég segja sem við munum taka upp við fjárlaga nefnd við vinnslu fjármálaáætlunar,“ segir Bjarni.Vel í stakk búin Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að vegna lægri skuldastöðu og samfellds afgangs ríkisfjármálanna undanfarin ár sé þjóðarbúið vel í stakk búið til að takast á við tímabundinn mótvind. Bjarni segir að endurskoðun fjármálastefnunnar muni hafa áhrif á fjármálaáætlunina. „Já já, þetta hefur töluvert mikil áhrif og við erum í raun og veru að velta við hverjum steini í ríkisrekstrinum. Þetta snýr að öllu frá vaxtabyrði ríkissjóðs. Getum við gert eitthvað til þess að draga úr vaxtakostnaði? Hvar getum við nýtt fjármunina betur? Hver er staðan á einstökum verkefnum? Við höfum þurft að fara yfir þetta allt saman einu sinni en í aðdraganda þessarar vinnu og fjármálaáætlunin sem ég kynnti núna fyrir páska liggur inni í fjárlaganefnd og hún þarf að taka breytingum í samræmi við þetta,“ segir Bjarni. Vegna breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og minnkandi hagvaxtar hefur verið kallað eftir aukni fjármagni víða eins og í löggæslu og ferðaþjónustu en þar er búist við lengri og jafnvel dýpri samdrætti en áður hefur verið spáð. „Við erum að reyna verja þessi áform sem að við höfum haft um að styrkja hin ýmsu innviði bæði félagslega og efnahagslega innviði. Löggæslan er þar á meðal. Skólastarf í landinu er líka þar á meðal, sömuleiðis heilbrigðiskerfið. Við teljum að við höfum verið með sóknaráætlun fyrir þessa þætti en það breytir því ekki að við þurfum að fara vel með hverja krónu. Varðandi ferðaþjónustuna þá sjáum við það strax að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs þá er töluvert mikill samdráttur. Það geta verið sameiginlegir hagsmunir okkar allra og ferðaþjónustunnar að kanna hvað við getum gert til þess að ýta undir áframhaldandi vöxt í þeirri grein,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Sjá meira
Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Fjármálaráðherra leggur fram endurskoðaða áætlun. 29. maí 2019 22:40