Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 00:56 Liðsmenn Hatara í Keflavík í kvöld, frá vinstri: Matthías Tryggvi, Andrean, Sólbjört, Einar Hrafn, Andri Hrafn og Karen Briem. Klemens og Ástrós eru í fremri röð. Gísli Berg Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira