Lífið

Holland vann Eurovision

Samúel Karl Ólason skrifar
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands.
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands. Vísir/Getty
Duncan Laurence, fulltrúi Hollands, bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu „Arcade“ og fékk 492 stig. Mahmood frá Ítalíu var í öðru sæti með lagið „Soldi“ og 465 stig og í því þriðja var Sergey Lazarev frá Rússlandi með lagið „You are the only one“ og 369 stig.

Það er því ljóst Eurovision fer fram í Hollandi á næsta ári.

Ísland fékk 234 stig og var í tíunda sæti.

Á vef Eurovision má sjá að Ísland var í þriðja sæti í undankeppninni á þriðjudaginn. Þar fékk Ísland 221 stig, Tékkland fékk 242 og var í öðru. Ástralía var í fyrsta sæti með 261 stig.

Fréttin verður uppfærð.

Hér má sjá stigagjöf Íslands í kvöld. Þar fyrir neðan má svo sjá hvernig keppnin fór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×