Kim lætur reyna á þolinmæði Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. maí 2019 09:45 Kim virðist vera að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjamönnum. Asahi Shimbun/Getty Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar hafa staðfest að Kim Jong-un, einræðisherra landsins, hafi stjórnað æfingu þar sem ýmis flugskeyti voru prófuð. Kim skipaði fyrir um að æfingin skyldi fara fram í því skyni að „bardagageta“ Norður-Kóreu yrði aukin, að því er fram kemur í tilkynningunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi frá sér tíst í gær þar sem hann sagðist ekki halda að Kim myndi gera nokkuð sem gæti lagt möguleika á betra sambandi Bandaríkjanna og Norður-Kóreu í hættu. „Hann veit að ég stend með honum og vill ekki svíkja loforðið sem hann gaf mér. Samningar munu nást!“Anything in this very interesting world is possible, but I believe that Kim Jong Un fully realizes the great economic potential of North Korea, & will do nothing to interfere or end it. He also knows that I am with him & does not want to break his promise to me. Deal will happen! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 4, 2019 Í tilkynningunni þar sem fjallað er um hernaðaræfinguna, sem gefin var út af miðlægri fréttastofu [Norður-]Kóreu, segir að Kim hafi lagt áherslu á að verja „pólitísk fullveldi og efnahagslegt viðurværi“ landsins, í skugga ógnar um innrás. Markmið æfingarinnar hafi verið að „rannsaka aðgerðarhæfni og nákvæmni“ flugskeytanna. Kim er þá sagður hafa minnt hermenn sína á „þann járnsannleik að fullkominn friður og öryggi verði aðeins tryggt með gríðarlegum styrk.“ Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu telja æfinguna bera þess merki að Kim sé farinn að missa þolinmæðina gagnvart Bandaríkjunum, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. Það stafar af því að Bandaríkin eru ekki talin vilja aflétta viðskiptaþvingunum sínum á hendur Norður-Kóreu, nema ríkið hefjist handa við að losa sig við öll sín kjarnorkuvopn. Æfingin brýtur þó ekki í bága við loforð leiðtogans um að gera ekki frekari prófanir með langdræg flugskeyti, en greinendur segja skeytin sem skotið var á loft hafa verið skammdræg.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38 Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. 19. apríl 2019 16:38
Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13