Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:14 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. fbl/eyþór Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára. Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti í dag að borgarráð hefði samþykkt að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025 eða innan sex ára.Sjá nánar: Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Sigurborg Ósk útskýrði hugmyndina nánar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Aðgerðin sé liður í því að sporna gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum auk þess sem aðgerðin flýtti fyrir orkuskiptum í samgöngum. Hún sagði að á sama tíma og bensínstöðvum fækkaði í Evrópu væri þróunin allt önnur á Íslandi. „Við erum að tala um að það er bensínstöð fyrir hverja 2700 íbúa. Það er ansi ríflegt“.Breið samstaða um aðgerðirnar Sigurborg Ósk sagði að það hefði verið afar ánægjulegt að einhugur ríkti um aðgerðirnar í borgarráði. Flokkarnir hefðu sammælst um að flýta fækkun benínstöðva úr 2030 í 2025. Í Loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, voru sett fram markmið um fækkun bensínstöðva. „Unnin verði áætlun og skilgreindir hvatar sem miða að fækkun bensínstöðva. Markmiðið verði að dælum fyrir jarðefnaeldsneyti innan borgarmarkanna fækki um 50% til ársins 2030 og þær að mestu horfnar árið 2040.“Á meðan þróunin hefur verið sú að fækka bensínstöðvum í Evrópu hefur þeim fjölgað á Íslandi.Matvöruverslanir og íbúðir í stað bensínstöðva Í forgangi verður að fækka bensínstöðvum innan íbúðabyggðar eða í nálægð við þétta íbúðabyggð, innan miðborgar og blandaðrar byggðar, þar sem þær hafa veruleg áhrif á ásýnd og yfirbragð byggðar og á lóðum þar sem eru sérstök tækifæri til að þróa nýja og þéttari byggð og í nálægð við útivistarsvæði og viðkvæma náttúru. „Við nálgumst þetta út frá því hvar bensínstöðvarnar eru staðsettar það er að segja fyrst að loka þeim sem eru inni í þéttri íbúðabyggð og halda þá frekar þeim sem eru við stofnbrautirnar og þá eru þær sem eru í þéttri íbúðabyggð, þær liggja oft vel við alls konar uppbyggingarmöguleikum, þá er hægt að bæta við íbúðum eða koma með matvöruverslun eða alls konar þjónustu sem kannski vantar í hverfið. Það er hugmyndin,“ sagði Sigurborg Ósk. Viðræðurnar á byrjunarstigi Viðræður við olíufélögin eru að sögn Sigurborgar Óskar á frumstigi. Í Stefnu um orkustöðvar fyrir einkabíla kemur fram að lóðaleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt í borgarráði. Aðspurð um hvenær fyrstu bensínstöðvarnar færu sagði Sigurborg Ósk að það fari eftir lóðaleigusamningum en hún gerir ráð fyrir því að það verði í það minnsta innan tveggja ára.
Bensín og olía Borgarstjórn Loftslagsmál Reykjavík Reykjavík síðdegis Umhverfismál Tengdar fréttir Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18