Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. apríl 2019 19:00 Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Sjá meira