Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 10:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira