Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:15 RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson. Bensín og olía Orkumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson.
Bensín og olía Orkumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira