Telur hugmyndafræðilegan ágreining ekki ríkja um rekstrarform heilbrigðisþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 13:00 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna telur ágætis sátt ríkja um það í samfélaginu að hafa blandað kerfi opinberrar og einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að hugsa þurfi sig vandlega um áður en kollsteypa eigi heilbrigðiskerfinu. Þingmaður Viðreisnar segir að efling opinberrar heilbrigðisþjónustu hafi verið á kostnað framlaga til einkarekinnar þjónustu. Ólík rekstrarform í heilbrigðisþjónustu voru til umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og þingmaður Vinstri grænna sagðist ekki líta svo á að um hugmyndafræðilegan ágreining sé að ræða. „Það er ágætis sátt um það að vera með þessa blöndu af einkarekstri og opinberum rekstri í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur telur einhvers staðar á bilinu 25-26% af heildarkerfinu okkar og það hefur verið ágætis sátt um þetta. Ég held að það sé enginn á stjórnmálasviðinu að tala fyrir því að fara yfir í algjört opinbert kerfi eða algjört einkakerfi,“ segir Ólafur Þór.„Vopnaður friður” vegna samninga við sérfræðilækna Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að enn hafi ekki verið gengið frá samningum við sérfræðilækna. „Auðvitað verður lítil framþróun í þessari stöðu. Þetta er svona vopnaður friður getum við sagt þannig að þetta er ekkert ákjósanlegt. En það er verið að tala saman en það er lítill gangur,” segir Þórarinn. Þessi staða hafi aftur á móti sem betur fer ekki bitnað á sjúklingum að sögn Þórarins. Ítrekaði hann að aþjóðlegar kannanir hafi sýnt fram á að Ísland sé meðal fremstu í heimi hvað varðar aðgengi og gæði heilbrigðisþjónustu.Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags ReykjavíkurVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Hvað þetta varðar með einkareksturinn og ríkisreksturinn þá held ég að Íslendingar séu sammála um það að vilja þetta blandaða góða kerfi sem að við höfum búið við hérna áratugum saman,“ segir Þórarinn. „Ég þreytist ekki á því að segja að kerfið okkar er gott eins og það er og við skulum hugsa okkur vandlega um áður en við gerum einhverjar kollsteypur á því.“ Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, kvaðst sammála um að almennt ríki vilji fyrir að hafa áfram blandað kerfi. „Það er hins vegar staðreynd að í tíð núverandi ríkisstjórnar, sem að heilbrigðisráðherra hefur talað um að hann vilji styrkja þennan ríkisrekna hluta, þá hefur það verið gert ekki beinlínis með því bara að bæta þar í heldur með tilhliðrunum, það er að segja að það er verið að styrkja ríkisrekna hlutann á kostnað einkarekna hlutans,“ segir Hanna Katrín. Umræðurnar í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar.Fréttablaðið/GVA
Heilbrigðismál Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira