Hjartað í hverju hverfi er skólinn – líka í Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2019 10:49 Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun