Hjartað í hverju hverfi er skólinn – líka í Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2019 10:49 Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Foreldrar í norðanverðum Grafarvogi eru ekki sáttir við þá vinnu sem sett hefur verið af stað af hálfu Reykjavíkurborgar að loka skóla og sameina þrjá aðra. Lítið, sem ekkert samráð hefur verið haft við foreldra og var fundi, sem var í Kelduskóla Vík þann 5. mars sl. lokið með þeim orðum fulltrúa Reykjavíkurborgar að annar fundur myndi verða mjög fljótlega. Ekkert hefur orðið af þeim fundi og eru foreldrar og börn eðlilega óörugg. Öll viljum við gera vel en það renna á mann tvær grímur þegar vinnulag sem þetta er viðhaft. Sjálf hef ég farið yfir þessi mál og spurt mig gagnrýnna spurninga, t.d. hvort rétt sé að loka fámennum skólum í hverfum borgarinnar til þess eins að hagræða í lögbundinni grunnþjónustu. Ég er þeirrar skoðunar að hjartað í hverju hverfi sé grunnskólinn. Þá má líka velta fyrir sér hvort það rími við gefin loforð meirihlutans í borginni um aukna þjónustu í nærumhverfi. Í þessu samhengi má velta því upp hvort ekki væri skynsamlegra að byrja á því að hagræða annars staðar í borgarkerfinu. Til að mynda í verkefnum sambærilegum Mathöllinni á Hlemmi, sem er með engu móti lögbundin grunnþjónusta, en þess ber að geta að einkaaðilar hafa sýnt að þeir hafa ekki átt í neinum vandræðum með að koma slíku upp án liðsinnis borgaryfirvalda, t.d. upp á Höfða. Öll viljum við minnka kolefnisfótspor. En er það ekki dálítið kaldhæðnislegt að meirihlutinn sem gerir lítið annað en að stæra sig af markmiðum um t.d. að minnka kolefnisfótspor og bjóða borgarbúum upp á möguleikann um bíllausan lífsstíl skuli á sama tíma fara í aðgerðir sem ganga þvert á þá stefnu. Það gefur auga leið að þessi ákvörðun stangast á við markmið meirihlutans enda munu foreldrar þurfa að skutla börnum í skólann ef af þessari ákvörðun verður. Vegna þess að göngutengingar eru ekki góðar og almenningasamgöngur ekki til staðar á milli allra hverfa.Foreldrar í Grafarvogi hafa tekið málin í sínar eigin hendur Það er því grátlegt að farið sé í þessar hugmyndir um sameiningar í nafni þess að Reykjavíkurborg er með því að veita betri þjónustu. Er það virkilega bætt og betri þjónusta að rífa börn úr þeirra eigin hverfum og senda yfir í önnur hverfi. Er þetta vilji foreldra eða barnanna ? Svarið er að sjálfsögðu nei! Og óþarfi er að framkvæma rándýrar skoðanakannanir til þess að komast að þeirri niðurstöðu en nú hafa yfir eitt þúsund íbúar skrifað undir lista þar sem þessari einhliða ákvörðun meirihlutans er mótmælt harðlega. Ef við erum með innviði sem við erum ekki að nýta er þá ekki tilvalið að þétta byggð á þeim reitum. Þannig þyrfti t.d. ekki að ráðast í rándýra uppbyggingu innviða. Mikil tækifæri til þéttingar eru í Staðarhverfinu í Grafarvogi líkt og borgarstjóri kynnti fyrir síðustu kosningar. Ég vænti þess að þeir reitir hljóti að fara í uppbyggingu fljótlega. Er ekki rétt með hliðsjón af því að bíða örlítið með sameiningar enda áform uppi um uppbyggingu eitt hundrað íbúða í hverfinu. Nú er svo komið að foreldrar í Staðarhverfi hafa tekið málin í sínar hendur og hafa boðað til fundar í dag, miðvikudag, klukkan 20 í Kelduskóla - Korpu að Bakkastöðum 2. Fyrirhugað er að borgarfulltrúar láti sjá sig enda eru þeir allir boðaðir. Ég vænti þess enn fremur að borgarstjóri sem ber ábyrgð á borgarkerfinu sýni foreldrum og íbúum þá virðingu að láta sjá sig. Ég vil hvetja sem flesta til þess að mæta á þennan fund enda mikilvægt fyrir foreldra og íbúa að fá svör við spurningum sem kunna að brenna á þeim.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar