Rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2019 16:41 Ljóst er að dómurinn sem gekk í Landsrétti áðan reyndist Arnþrúði verulegt áfall og er nú svo komið að hennar mati að rekstur Útvarps Sögu er í óvissu. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, segir að með dómi sem féll í Landsrétti nú í dag þá séu rekstrarforsendur fyrir Útvarpi Sögu brostnar. Vísir greindi fyrr í dag frá dómi sem féll í Landsrétti, sem var í raun staðfesting á dómi sem gekk fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur; Arnþrúði var gert að greiða Guðfinnu Karlsdóttur 3,3 milljónir króna auk 620 þúsund krónur í málskostnað. Deildar meiningar voru uppi um hvort að peningar sem Guðfinna lét af hendi rakna til Arnþrúðar hefði verið lán eða styrkur en peningarnir voru lagðir inn á persónulegan reikning Arnþrúðar. Arnþrúður segir engan nokkurn einasta vafa á leika hvers eðlis var með það.Rekstargrundvöllurinn brostinn „Þessi dómsniðurstaða er furðuleg þar sem ekkert er tekið tillit til þeirra sönnunargagna sem við lögðum fram eða framburða vitna. Útvarp Saga hefur um langt árabil fengið styrki frá hlustendum sínum og hefur það hjálpað okkur gríðarlega mikið við að halda stöðinni gangandi. Með þessum dómi megum við eiga von á að fleiri skipti um skoðun og krefjist endurgreiðslu á styrkjum sínum og segi þá lán, jafnvel ári síðar eins og var í þessu tilfelli Guðfinnu Karlsdóttur.“ Arnþrúður segir Guðfinnu hafa komið af fúsum og frjálsum vilja til útvarpsstöðvarinnar árið 2016 og sagðist vilja gerast styrktaraðili. „Sem og hún gerði. Guðfinna hins vegar óskaði eftir því að útvarpsstöðin gengi hennar erinda í ágreiningsmáli við Guðmund Jónsson fasteignasala og ætlaðist til að ég tæki upp níðumfjöllun um hann. Ég átti sem sagt að ganga frá honum eins og hún orðaði það. Ég tók það ekki í mál og sagði henni að það yrði enginn umfjöllun að hálfu Útvarps Sögu um þennan mann.“ Vending verður í afstöðu Guðfinnu Þá verður það að Guðfinna skiptir um skoðun, að sögn Arnþrúðar og hélt því fram að um lán hefði verið að ræða. „Sem var alrangt enda kom það aldrei til tals og enginn slíkur samningur gerður eins og lög gera ráð fyrir. Allir fjölmiðlar sem fá styrki frá almenningi geta átt von á þessu í framtíðinni miðað við þessa dómsniðurstöðu og þetta hefur mjög alvarleg áhrif fyrir okkur hér á Sögu,“ segir Arnþrúður sem ætlar að áfrýja málinu til Hæstaréttar Íslands.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Aðdáandi Útvarps Sögu endurheimtir féð Arnþrúður Karlsdóttir þarf að greiða Guðfinnu Karlsdóttir tæpar fjórar milljónir króna. 12. apríl 2019 15:22