Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 10:42 Hildur Björnsdóttir hefur lagt tillöguna fram í þriðja sinn. Samsett/Getty/Aðsend Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30