Bið eftir viðbrögðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. apríl 2019 06:15 Julian Assange var borinn út úr sendiráði Ekvador í London fyrir helgi. Hann hefur verið ákærður fyrir meinta netglæpi. Alberto Pezzali/NurPhoto „Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
„Þetta tiltekna mál er til meðhöndlunar innan dómskerfis annars ríkis og utanríkisráðherra tjáir sig því ekki um það að svo stöddu,“ segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort íslensk stjórnvöld hyggist beita sér í þágu mannréttinda Julian Assange, sem handtekinn var í sendiráði Ekvador í London í síðustu viku. Í viðtali í Silfrinu síðastliðinn sunnudag sagði Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, sjálfsagt að mál Julian fengi einhverja skoðun hjá íslenskum stjórnvöldum. Tengsl máls hans við landið og íslenska fjölmiðla væru augljós enda brotin sem hann er ákærður fyrir í raun framin hér á landi. Vísaði hann þar til gagna og myndefnis sem lekið var á síðu Wikileaks um stríðsglæpi bandaríska hersins í Bagdad og fréttastofa RÚV sagði fyrst allra fréttamiðla í heiminum frá þann 5. apríl 2010. Umrædd gögn eru grundvöllur ákærunnar sem krafa bandarískra yfirvalda um framsal Julian Assange byggir á. Hvort íslensk stjórnvöld telji mögulegt að taka mál Julian fyrir í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna er ekki skýrt af svari við fyrirspurn blaðsins en í því segir að ráðið fundi að jafnaði aðeins í föstum fundarlotum en þess á milli taki ráðið ekki afstöðu til einstakra mála. Næsta lota ráðsins hefst 24. júní. „Við erum sammála um að það þurfi að bregðast við, en með hvaða hætti kemur í ljós,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna á RÚV. Aðspurð segir Milla stjórnina þó ekki nálgast málið á þeim grundvelli að það tengist fréttastofunni sérstaklega. „Við leggjum þvert á móti sérstaka áherslu á að bregðast ekki við vegna þess að málið tengist okkur sérstaklega eða að við séum í sérstöðu vegna málsins, heldur vegna grundvallarprinsippa í stéttinni.“ Hún segir stjórnina hafa hist einu sinni vegna málsins og munu funda aftur eftir páska og ákveða þá framhaldið. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að málið verði rætt á stjórnarfundi eftir páska og að þá megi ætla að málið verði bæði rætt á ársþingi Evrópusamtaka blaðamanna í maí og á þingi Alþjóðasambands blaðamanna í júní.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland Svíþjóð Utanríkismál WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent