Út um borg og bí Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. apríl 2019 08:00 Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Við sem myndum sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum ólíka sýn og áherslur en við sameinumst um lífsgæði íbúanna og uppbyggingu samgangna til framtíðar. Í dag eru 76% ferða í bíl, 20% gangandi/hjólandi og 4% með almenningssamgöngum. Okkar markmið er að árið 2030 verði bílferðir 64%, gangandi/hjólandi 27% og almenningssamgöngur 9%. Við höfum skýra sýn, að tryggja að fólksfjölgun verði án þess að bílaumferð og umferðartafir aukist verulega. Verkefnið er þríþætt. Það snýr að uppbyggingu stofnvegakerfis, hönnun og uppbyggingu Borgarlínu og þróun hjólastígakerfis. Stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu eiga að mynda tveggja laga kerfi meginstofnvega. Þetta kerfi þarf að endurhanna eftir því sem byggð þróast. Ástandsgreining var unnin árið 2017. Helstu niðurstöður voru að umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu eru meira bundnar við ákveðna umferðarstrauma frekar en ákveðin gatnamót. Bestun á ljósastýringum er árangursríkasta lausnin til að liðka fyrir þungum umferðarstraumum. Tilkoma Borgarlínu mun hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi og stuðla að hagkvæmum samgöngum en hún mun ekki síður draga úr loftmengun og neikvæðum loftslagsáhrifum, þrengslum, hávaðamengun og slysum. Hjólreiðar hafa aukist umtalsvert úr 4% árið 2014 í 6% árið 2017. Þetta jafngildir því að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi farið yfir 50 þúsund ferðir á reiðhjóli á venjulegum degi í október 2017. Þróun stofnhjólastígakerfis gerir hjólreiðar raunhæfan samgöngukost allt árið um kring. Fram undan eru ærin verkefni og búið að undirbúa vel með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við Borgarlínu og tengdar stofnvegaframkvæmdir og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til undirbúnings og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun