Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Andri Eysteinsson skrifar 19. apríl 2019 09:06 Frá aðgerðum lögreglu á vettvangi í morgun. Charles McQuillan Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019 Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Norðurírskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. BBC greinir frá. Óeirðirnar blossuðu upp í Creggan-hverfi Londonderry, borgar sem er þekkt fyrir átökin sem þar áttu sér stað á seinni hluta síðustu aldar, eftir að lögregla hafi framkvæmt húsleitir hjá þekktum lýðveldissinnum. Leitirnar voru skipulagðar til þess að stöðva möguleg áform lýðveldissinna en haldið verður upp á sjálfstæði Írlands um þessa helgi. Mikil átök blossuðu upp og vörpuðu óeirðarseggirnir allt að fimmtíu bensínsprengjum að lögreglubílum, kveikt var í tveimur bílum. Þá var einnig skotið á lögreglu sem kallað hefur atvikið hryðjuverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónninn Mark Hamilton sagði á blaðamannafundi að skotið hefði verið í átt að lögreglu um klukkan 23:00 í gærkvöld, eitt skotanna hafi hæft blaðamanninn McKee í höfuðið og var hún flutt á spítala en ekki tókst að bjarga lífi hennar. Hamilton sagði að rannsókn væri hafin á morðinu og taldi að samtökin Nýi írski lýðveldisherinn (New IRA) stæði að baki verknaðinum. Samtökin stóðu fyrr á árinu fyrir sprengjuárás fyrir utan dómssal í borginni. Norðurírsku blaðamannasamtökin minntust McKee í yfirlýsingu og sögðu hana hafa verið einn efnilegasta rannsóknarblaðamann Norður Írlands. A journalist has been killed covering riots in Derry. Her name was Lyra McKee. She was 29. She recently signed a two-book deal with Faber, who called her a "rising star of investigative journalism". This is her last tweet, sent from the scene of the unrest. pic.twitter.com/0gk1Fa7Du0— Naomi O'Leary (@NaomiOhReally) April 19, 2019
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira