Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um húsnæðistillögur félagsmálaráðherra um aðgerðir stjórnvalda til að lækka þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn og sjáum hvaða möguleikar verða í boði.

Þá fjöllum við um skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem telur mikla ógn vera vegna peningaþvætti hér á landi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að spilakassar séu ítrekað notaðir til peningaþvættis hér á landi en einnig er greind ógn vegna innlána, útgáfu rafeyris og skráðum trú- líffskoðunarfélögum.

Við rýnum einnig í nýgerða kjarasamninga tæplega þrjátíu stéttarfélaga og Samtaka atvinnulífsins en prósentuhækkanir þeirra sem eru með hærri laun en taxtakaup nái oftast ekki að halda í við verðbólgu eins og hún er nú og hefur verið undanfarin tvö ár. Taxtalaun hækka hins vegar töluvert umfram verðbólgu.

Og  segjum frá því að ráðist verði í framkvæmdir á níu stöðum í vegakerfinu á næstu árum sem kosta muni fjörutíu milljarða. Samgönguráðherra vill upplýsta umræðu um veggjöld.

Þetta og meira til í kvöldfréttum sem hefjast klukkan 18:30 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×