Vor í Reykjavík Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er leiðandi afl sem stærsta sveitarfélag landsins. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður sem þjónustar alla sem hér búa og fyrirtækin sem hér starfa. Í stórum rekstri getur ýmislegt komið upp á, það má alltaf breyta og bæta. Þess vegna getur samtal og rýni verið til góðs. Það er því gagnlegt að líta yfir stóru verkefnin fram undan.Húsnæðismálin Meirihlutinn vissi frá upphafi kjörtímabils að húsnæðismál og framkvæmdir yrðu stóru verkefnin. Eftir hrun þurfti að taka margar erfiðar ákvarðanir og margt sat á hakanum. Við sem samfélag tókum ákvörðun um að láta fólk og menntun ganga fyrir til að bjarga atvinnustigi og fyrirbyggja ýmsa félagslega erfiðleika sem geta verið fylgikvillar kreppuástands. Það fór aldrei á milli mála að aftur yrði að setja framkvæmdir og uppbyggingu í forgang. Nú þegar rekstur borgarinnar er í jafnvægi gerum við það, húsnæðismál og framkvæmdir eru efst á verkefnalistanum. Á þessu ári setjum við 20 milljarða í framkvæmdir auk þess sem við stóreflum framkvæmdaráð og umsýslu til að tryggja að allt fari vel fram.Þétting byggðar Meirihlutinn hefur lagt áherslu á hagkvæmar og nútímalegar lausnir í húsnæðisuppbyggingu. Við viljum lausnir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, meðal annars með Borgarlínu. Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingunni eru fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.Borgarbúar og borgin okkar allra Það sem við tryggjum í þessu meirihlutasamstarfi er að þjónusta við borgarbúa sé í forgrunni. Við ætlum að einfalda kerfið og stytta boðleiðir svo að borgarbúar geti með einfaldari hætti nálgast þjónustu borgarinnar. Við höfum lagt áherslu á snjallar lausnir og rafræna þjónustu. Við lækkuðum fasteignaskatta á árinu 2018 og skattur á atvinnuhúsnæði verður lækkaður. Umfram allt viljum við að þjónusta borgarinnar taki mið af þörfum hins fjölbreytta hóps notenda. Sem fyrr segir þá getur ýmislegt komið upp á stórum vinnustað. Þá þarf að ganga hreint til verks og leysa málin en þar skorumst við ekki undan. Við erum stöðugt að bæta störf okkar með það markmið að borgarbúar fái betri þjónustu. Verkefnin eru mörg og við höldum ótrauð áfram að vinna borgarbúum í hag.Höfundur er oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar