Eftirlit með eftirlitinu Davíð Þorláksson skrifar 27. mars 2019 07:00 Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér.
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar