Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 18:09 Iceland Express kom sem stormsveipur inn á íslenskan flugmarkað á sínum tíma. Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes. Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes.
Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira