Stofnandi Iceland Express: Hér verða að vera tvö flugfélög Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2019 18:09 Iceland Express kom sem stormsveipur inn á íslenskan flugmarkað á sínum tíma. Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes. Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Jóhannes Georgsson, einn af stofnendum flugfélagsins sáluga Iceland Express og fyrsti framkvæmdastjóri þess segir brýnt að tvö íslensk flugfélög sinni flugferðum til og frá landinu. Hann segir það gefa auga leið að farmiðaverð muni hækka með falli WOW air.Sem kunnugt er fór WOW í gjaldþrot í dag og er Icelandair því aftur orðið eina íslenska flugfélagið sem sinnir flugi til og frá landinu.Samkeppniseftirlitið hefur bent á að með komuIceland Express á markað árið 2003 hafi farmiðaverð til Kaupmannahafnar og London lækkað um allt að 30 til 40 prósent og hélt þessi verðsamkeppni í flugi til og frá Evrópu og Norður-Ameríku með tilkomu WOW air.Jóhannes segir að það sé augljóst að farmiðaverð muni hækka í náinni framtíð. Ástæðan sé augljós.„Áhrifin til skamms tíma verða þau að það verður færra af sætum á markaðnum. Það verður náttúrulega hærra farmiðaverð, það leiðir af sjálfu sér. Erlent flugfélög eru ekki í stakk búinn til þess með svona skömmum fyrirvara að auka flug með engum fyrirvara þannig að þetta verður býsna erfitt svona til að byrja með,“ sagði Jóhannes í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sorgardagur Hann segir það vera sorgardagur fyrir íslensku flugsögu að WOW air hafi farið í þrot.„Mér finnst það bara mjög leitt að við skulum aftur vera kominn í þá stöðu að vera bara með eitt flugfélag á erlendum markaði. Það er alveg nauðsynlegt að hér séu tvö til þess að keppa á móti hvort öðru þannig að þetta er sorgardagur í sögunni,“ sagði Jóhannes.Sagði hann Iceland Express hafa verið stofnað á sínum tíma þar sem hann og fleiri hafi litið svo á að það hlyti að vera pláss fyrir fleiri íslensk flugfélög en Icelandair. Sú hafi verið raunin líkt og Iceland Express og WOW air hafi sannað og það sé enn í gildi.„Það held ég að sé alveg augljóst. Ég held að það þurfi að vera íslenskur aðili til þess að vega upp á móti hinum innlenda aðilanum. Mér finnst það liggja í augum uppi en hvort hann eigi að vera jafnstór og hinn aðilinn var orðinn, það má setja spurningamerki við það,“ sagði Jóhannes.
Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Samkeppnismál WOW Air Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira