Árbæingar vinna að stofnun rafíþróttadeildar innan Fylkis Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. mars 2019 10:30 Keppt var í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Ernir Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“ Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir vinnur þessa dagana að því að setja upp rafíþróttadeild innan félagsins. Með því yrði Fylkir fyrsta íslenska íþróttafélagið sem kemur upp sérstakri rafíþróttadeild innan félagsins. Fyrir er Fylkir með knattspyrnudeild, handboltadeild, blakdeild, fimleikadeild og karatedeild og er markmiðið að rafíþróttadeildin verði komin á laggirnar næsta haust. Björn Gíslason, formaður aðalstjórnar Fylkis, segir að hugmyndin eigi ekki langan aðdraganda en að stjórn Fylkis sé spennt fyrir þessu verkefni. „Þetta er allt saman í undirbúningi en við vonumst til þess að starfsemin verði komin á fullt í síðasta lagi í haust. Við erum í sambandi við Rafíþróttasamtök Íslands við að koma fótum undir deildina þegar kemur að þjálfun og að setja upp aðstöðu. Það er verið að taka saman kostnaðaráætlun þar sem við þurfum að setja upp aðstöðu til að iðka rafíþróttir,“ segir Björn og heldur áfram: „Markmið okkar er að koma upp aðstöðu í Fylkisselinu þar sem við erum með fimleika og karate.“ Fordæmi eru fyrir því að íþróttalið erlendis séu með rafíþróttalið á sínum snærum. FC Kaupmannahöfn keypti á síðasta ári eitt af stærstu rafíþróttaliðum Danmerkur. „Stjórnin heillaðist af þessu, sérstaklega þegar við sjáum þróunina í þessum geira í Danmörku. Það er hröð þróun í þessum bransa, ég sótti ráðstefnu í Danmörku á dögunum þar sem ég heillaðist af þessum hugmyndum.“ Ekki er vitað til þess að fleiri lið séu að stofna rafíþróttadeild. „Ég hef heyrt af áhuga en veit ekki af öðrum félögum sem eru að stofna deild. Innan ÍTR er hins vegar áhugi á að koma að þessu. Það eru margir sem einangrast við tölvuleikjaspilun en þetta er leið til að sameina þessa hópa. Með því fá krakkar tækifæri til að spila með jafnöldrum sínum sem deila þessu áhugamáli. Okkar hugmynd er að það verði hreyfing innifalin, hver sem það verður, og að þetta verði unnið í samstarfi við frístundamiðstöðvarnar. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan daginn.“ Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands, tekur því fagnandi að íslensk félög séu farin að skoða þennan möguleika. „Við finnum fyrir mun meiri áhuga eftir Reykjavíkurleikana á öllum stigum samfélagsins. Ég hef rætt við fulltrúa annarra íþróttafélaga á Íslandi en Fylkir er komið hvað lengst í þessu. Okkar markmið er að skapa jákvætt umhverfi fyrir þá sem kjósa að spila tölvuleiki eins og í öðrum íþróttum. Með þessu sköpum við vettvang fyrir þá sem vilja koma saman og rækta þetta áhugamál.“
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Leik lokið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti