Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 18:30 Frá slysstað í Eþíópíu. AP/Mulugeta Ayene Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Sjá meira
Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05
Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30