Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2019 18:30 Frá slysstað í Eþíópíu. AP/Mulugeta Ayene Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019 Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Uppfært 18:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú fyrir skömmu að 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar í Bandaríkjunum um óákveðinn tíma. Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni. 157 manns létu lífið í slysinu og hefur það leitt til þess að flugvélar af sömu gerð 737 MAX 8 og MAX 9 hafa verið kyrrsettar um mestallan heim. Flugvél af sömu gerð brotlenti í Jövuhaf í október og þá létust 189. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak. Bandaríska fyrirtækið Boeing, sem framleiðir flugvélarnar.Reuters fréttaveitan hefur eftir Asrat Begashaw, talsmanni Ethiopia Airlines, að flugstjóri flugvélarinnar hafi tilkynnt að hann væri í vandræðum með að stýra henni og hafði beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur.Ethiopia Airlines ætla að senda flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Evrópu til rannsóknar. Enn liggur ekkert fyrir um hvað leiddi til flugslyssins, né hvort og þá hvernig það tengist flugslysinu í Indónesíu. Þrátt fyrir það hafa yfirvöld víða um heim ákveðið að kyrrsetja flugvélarnar í varúðarskyni og nú í dag var sú ákvörðun tekin í Kanada. Marc Garneau, samgönguráðherra Kanada, sagði þegar hann tilkynnti ákvörðunina að sérfræðingar ráðuneytisins hafi séð líkindi á flugslysunum tveimur í gervihnattagögnum. Ráðherrann tók þó fram að gögnin væru ekki afgerandi. Réttast væri að hafa öryggi farþega í forgangi.Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, hafa enn ekki kyrrsett flugvélarnar þar í landi og eru Bandaríkin meðal fárra ríkja í heiminum sem hafa ekki tekið þá ákvörðun. Forsvarsmenn Boeing segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar og Dennis Muilenburg, forstjóri Boeing, ræddi sérstaklega við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að segja honum að flugvélarnar væru öruggar.Gæti tekið mánuði að fá niðurstöðu Í yfirlýsingu frá Daniel K. Elwell, yfirmanni FAA, sem gefin var út í gærkvöldi sagði hann að engin gögn hefðu varpað ljósi á galla í flugvélunum og flugmálayfirvöld annarra ríkja hefðu ekki geta sýnt fram á slíkt. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að það gæti tekið mara mánuði að komast að niðurstöðu í málinu.Reuters segir einnig að nærri því fimm þúsund 737 MAX flugvélar hafi verið pantaðar hjá Boeing og einhverjir viðskiptavinir fyrirtækisins séu byrjaðir að tilkynna að þeir muni ekki taka við flugvélum í bráð. Í það minnst þar til rannsókn hefur verið lokið.President Trump has stated all US #737MAX will be grounded. The FAA has informed airlines. Awaiting official statement and/or Airworthiness Directive from @FAANews. Currently active MAX flights shown below. pic.twitter.com/xk4XEdl1wa— Flightradar24 (@flightradar24) March 13, 2019
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Kanada Tengdar fréttir Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05 Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44 Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00 Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu um Boeing-vélar af gerðinni 737 MAX 8. 11. mars 2019 11:05
Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Í yfirlýsingu frá flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. 12. mars 2019 22:44
Ákvörðun Breta hafði úrslitaáhrif á Icelandair Segir félagið búa yfir öflugum flota sem notaður verður til að leysa úr stöðunni. 12. mars 2019 16:00
Flug Boeing 737 MAX 8 og 9 bannað í lofthelgi Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur bannað flug Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 flugvéla í lofthelgi Evrópu. 12. mars 2019 18:03
Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30