„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 16:36 Sigríður Andersen þegar hún gekk út af Bessastöðum í dag. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum að hún hefði fulla trú á að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur takist að skapa þá ró sem vonast er til að færist yfir dómstólaráðuneytið. Sigríður sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær og sagðist gera það til að skapa frið um þær ákvarðanir sem þarf að taka í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að skipan dómara í Landsrétt færi gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagðist Sigríður Andersen stíga til hliðar til nokkra vikna en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það væri tímabundin ráðstöfun að setja Þórdísi Kolbrúnu í dómsmálaráðuneytið. Svaraði Bjarni því á Bessastöðum að hann liti á þetta sem ráðstöfun til nokkurra vikna. Sigríður sagði á Bessastöðum að hún ætlaði sér ekki að vera Þórdísi Kolbrúnu innan handar enda væri Sigríður í dag bara almennur þingmaður sem hefði ekki afskipti af störfum ráðherra. Þórdís mun sinna ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt dómsmálaráðuneytinu en Sigríður sagði að það gæti gengið upp til skamms tíma en sagði að það væri of mikið á eina manneskju lagt að ætla að sinna þessum ráðuneytum samtímis til framtíðar. Þórdís Kolbrún ræðir við fréttamenn fyrir utan Bessastaði.Vísir/Vilhelm Spurð hvort að það væri erfið stund að stíga út af fundi ríkisráðs í síðasta skiptið sagði Sigríður svo ekki vera. „Ég held að það sé bara þið fjölmiðlafólk sem haldið að þetta sé svo dramatískt,“ sagði Sigríður. Hún sagði að stjórnmálamenn í dag búist við sviptingum á hverjum degi og séu mun betur undir þær búnar en áður fyrr. Spurð hvort að Ísland ætti að segja sig frá Mannréttindadómstóli Evrópu sagðist hún ekki ætla að láta narra sig út í ummæli sem myndu valda uppnámi í samfélaginu. Hún vakti hins vegar athygli á því að dómstóllinn hefði undanfarið sætt gagnrýni fyrir framsækna lagatúlkun og taldi að menn ættu frekar að taka á því en að skella í lás. Störf hans og dómar hafi tekið breytingum frá stofnun hans og munu halda áfram á að þróast.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Ríkisstjórn Tengdar fréttir Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30 Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Þórdís Kolbrún tekur við sem dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tekur við sem dómsmálaráðherra af Sigríði Á. Andersen. Þórdís kemur til með taka við embættinu tímabundið ásamt öðrum störfum. 14. mars 2019 15:30
Litið svo á að Þórdís verði dómsmálaráðherra í nokkrar vikur Þórdís segist ekki líta á dómsmálaráðuneytið sem sitt framtíðarráðuneyti. 14. mars 2019 16:07