ÍA klárar riðlakeppni Lengjubikarsins með fullt hús stiga eftir sigur á Magna í lokaleik riðils 1 á Akureyri í kvöld.
Einar Logi Einarsson kom Skagamönnum yfir á 21. mínútu leiksins og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Gestirnir frá Akranesi byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti með marki frá Arnóri Snæ Guðmundssyni.
Gonzalo Zamorano og Bjarki Steinn Bjarkason bættu svo sínu markinu við fyrir ÍA. Í uppbótartíma náði Lars Óli Jessen inn sárabótamarki fyrir Magna sem dugði þó lítið.
ÍA vinnur því riðilinn örugglega með 15 stig úr fimm leikjum. Magni endar hins vegar á botni riðilsins.
ÍA mun spila við KA í undanúrslitum Lengjubikarsins í næstu viku.
Skagamenn klára riðilinn með fullt hús
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti

Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
