Fyrirliði Kvennó í skýjunum eftir sigurinn: „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er ekki sönn“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 22:00 Kvennaskólinn fagnaði innilega á föstudaginn eftir að sigurinn var í höfn. RÚV Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin. Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin.
Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira