Átta starfsmenn borgarinnar verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum á síðustu 12 mánuðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. mars 2019 18:30 Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Átta starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hafa verið sendir í leyfi eða verið vikið úr starfi á síðustu tólf mánuðum vegna brota gegn skjólstæðingum. Þá hafa komið upp 62 mál þar sem talið er að starfsmenn borgarinnar hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum af skjólstæðingum. Þetta kemur fram í miðlægri atvikaskrá velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem sett var á laggirnar um mitt ár í fyrra en farið var af stað með skráninguna til að tryggja öryggi starfsmanna og notenda. Á síðustu tólf mánuðum hafa átta starfsmenn verið sendir í leyfi eða vikið úr starfi vegna brota gegn skjólstæðingum sem dvelja í úrræðum á vegum borgarinnar. Einn starfsmaður er í leyfi vegna gruns um kynferðisbrot gegn fatlaðri konu, önnur brot hafa verið vegna harkalegrar meðferðar og í einu tilviki vegna meints þjófnaðar. Í einu tilviki var um ungmenni að ræða, aðrir þolendur hafa verið fullorðnir. Flest atvikin sem um ræðir hafa átt sér stað í búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og í neyðarskýlum fyrir fólk með alvarlegan vímuefnavanda. Velferðarsvið fæst þó nokkuð oftar við atvik sem beinist að starfsfólki en starfsmenn sviðsins eru um 2.500. „Á þessu hálfa ári í fyrra komu 627 mál upp. Þar af voru yfir 600 sem voru beint gegn starfsmönnum,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs en meintir gerendur voru 78. „Það getur verið andlegt ofbeldi, það getur verið hártogun, það geta verið marblettir, það getur verið ofbeldi, kynferðislegt áreiti, kynferðislegt ofbeldi,“ segir Regína en 62 málanna voru skilgreind sem alvarlegt atvik þar sem starfsmenn beittir alvarlegu ofbeldi eða hótunum. Regína segir að nánast öll atvikin komi upp í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk eða fyrir fólk með alvarlegar geðfatlanir, gistiskýlum eða skammtímadvölum. Þá sé hluti málanna vegna hótana gegn barnaverndarstarfsmönnum. Velferðarsvið þjónusti mjög viðkvæma einstaklinga og einstaklinga sem þurfi mikinn stuðning vegna hegðunar sinnar. Unnið sé að því að finna leiðir til að tryggja öryggi starfsmanna sem best. Nú þegar hafi verið farið í markvissar aðgerðir með einstaka íbúðakjarna þar sem verklag hefur verið endurskipulagt og starfsfólki fjölgað. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að halda okkar góða starfsfólki og þess vegna verðum við að skoða þetta markvisst og tryggja sem best öryggi þeirra sem starfa en auðvitað er mikilvægast af öllu að tryggja öryggi íbúanna sem allra best,“ segir Regína Ásvaldsdóttir.
Borgarstjórn Lögreglumál Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira