Þruman er að boða okkur stríð Bubbi Morthens skrifar 5. mars 2019 07:00 Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun