Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 20:18 Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent