Ösku(r)dagur Bjarni Karlsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Eurovision Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í þrjú þúsund ára gamalli smásögu af Jónasi í hvalnum klæðist konungurinn í Níníve hærusekk, eys yfir sig ösku og mælir svo fyrir að borgarbúar skuli gera eins og hann; iðrast ofbeldis og snúa sér frá sinni illu breytni. Það fylgir ekki öskudagssögunni frá Níníve hvert ofbeldið var en ljóst að það var komið á almannavarnastig svo að Guð sendi Jónas á svæðið með aðvörunarorð: „Eftir fjörutíu daga verður Níníve lögð í rúst.“ Umliðið sunnudagskvöld valdi íslenska þjóðin gamalt öskudagsþema fyrir Júróvissíón: „Hatrið mun sigra, Evrópa hrynja.“ Nýir og áhugaverðir listamenn hafa kvatt sér hljóðs og ljóst að þarna fer fólk sem kann til (sviðs)verka. Tónninn sem þau slá er siðferðilegur. Skellihlæjandi og í fúlustu alvöru nefna þau alhliða blekkingar, einhliða refsingar og auðtrúa aumingja. Og ég játa að þegar ég heyri fimm ára sonarson minn kyrja bjartri barnsrödd: „Flóttinn tekur enda. Tómið heimtir alla. Hatrið mun sigra!“ þá fer áður óþekktur hrollur um innyfli mín. Já, það eru nefnilega innyflin, iðrin í kviðnum, sem virkjast þegar við iðrumst. Iðrun er að vera í tengslum við eigin líffæri og þær tilfinningar sem iðrin miðla. Nínívebúar iðruðust í sekk og ösku og Guð mælti: „Ætti ég ekki að sjá aumur á Níníve, hinni miklu borg, þar sem meira en hundrað og tuttugu þúsndir manna búa, […] og að auki fjöldi dýra?“ Þannig risu Nínívemenn úr öskunni og endurheimtu tilveru sína þegar þeir höfðu iðrast og látið af ofbeldinu. Og okkar menn munu öskra á fornum Biblíuslóðum: Hatrið mun sigra Evrópa hrynja Vefur lyga Rísið úr öskunni Sameinuð sem eitt
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun