Ósamræmi í lagaframkvæmd Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 7. mars 2019 08:48 Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur Íslands að þeirri niðurstöðu að tveir lögfræðingar, sem sótt höfðu um embætti dómara við Landsrétt en ekki fengið, skyldu fá miskabætur vegna þess. Var talið að skilyrði laga um að þeir hefðu mátt þola „meingerð“ væri uppfyllt. Átti dómsmálaráðherra að hafa drýgt hana. Það var samt ekki ráðherrann sem hafði skipað í þessi embætti heldur Alþingi. Ráðherrann hafði ekki, svo vitað sé, hallað einu orði á þessa pilta. Hann gerði hins vegar tillögur um aðra en þá sem dómaraelítan hafði viljað fá. Þó að hann hafi í þessu efni farið eftir skýrum lagabókstaf varð að hirta hann fyrir. Í gær, þriðjudaginn 6. mars, synjaði sami dómstóll konu um miskabætur. Hún hafði ranglega verið ákærð fyrir manndráp í starfi sem starfsmaður á sjúkrahúsi, en sýknuð af ákærunni. Aðförin að þessari konu hafði valdið henni og ástvinum hennar miklu hugarangri og miska, eins og nærri má geta. Skilyrði laganna um meingerð var ekki talið uppfyllt. Talið hefur verið að gæta þurfi samræmis við beitingu laga í dómaframkvæmd. Þegar kenning um það var boðuð mannfólkinu var hins vegar ekki tekið fram að dómstólar mættu víkja frá kröfunni um samræmi þegar þeir teldu nauðsynlegt til að gæta valda sinna við að ákveða hverjir skyldu verða nýir dómarar í landinu. Misræmið sem hér er á ferðinni á því ekki rót að rekja til kímnigáfu dómaranna, eins og menn gætu haldið. Dómarnir frá desember 2017 voru bara afkvæmi valdabaráttu dómaraklíkunnar við Hæstarétt. Þetta ættu menn að hafa í huga ef þeir telja sig þurfa að sækja miskabætur í hendur ríkisins fyrir að hafa verið beittir ólögmætri meingerð.Höfundur er lögmaður.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar