Innlent

Dæmt í „shaken baby“ máli í dag

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Málið var munnlega flutt í Hæstarétti 30. janúar síðastliðinn.
Málið var munnlega flutt í Hæstarétti 30. janúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Dómur verður kveðinn upp í máli Sigurðar Guðmundssonar í Hæstarétti klukkan 9 í dag. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 en Sigurður var dæmdur í apríl árið 2003 fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, þannig að hann lést.

Í málinu er helst tekist á um tilvist svokallaðs „shaken baby“ heilkennis. 

Ríkissaksóknari krefst frávísunar málsins vegna bæði form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Sigurður fer fram á að verða sýknaður enda hafi ekki verið sýnt fram á með vísindalegum gögnum að drengurinn hafi látist af „shaken baby“ heilkenninu.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×