Stjarnan vann eins marks sigur á Selfossi í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Liðin mættust í Kórnum í kvöld.
Markalaust var eftir fyrri hálfleiks en eina mark leiksins kom snemma í þeim seinni. Sigrún Ella Einarsdóttir skoraði beint úr aukaspyrnu á 48. mínútu.
Þrátt fyrir færi beggja megin komu ekki fleiri mörk og niðurstaðan 1-0 sigur Stjörnunnar.
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Selfyssinga í kvöld en landsliðskonan samdi á ný við lið Portland Thorns á dögunum.
