Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 09:49 Robert Kraft. AP/Steven Senne Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun. Bandaríkin NFL Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Robert Kraft, eigandi NFL-liðsins New England Patriots, hefur verið ákærður fyrir vændiskaup. Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. Hinn 77 ára gamli eigandi Patriots, sem hefur ekki verið handtekinn, þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frekari upplýsingar um ákæruna ekki verið opinberaðar og stendur til að gera það í næstu viku. Þá stendur einnig til að gefa út handtökuskipun gagnvart Kraft.Lögreglan í Flórída hefur gefið út hundruð handtökuskipanna á undanförnum dögum eftir hálfs árs rannsókn á vændi í ríkinu. Búist er við að þeim muni fjölga. Tíu nuddstofum hefur verið lokað og hafa þó nokkrir verið handteknir vegna gruns um mansal og kynlífsþrælkun. Daniel Kerr, lögreglustjóri Jupiter í Flórída, segir það hafa komið sér á óvart að Kraft, sem er metinn á einhverja sex milljarða dala, hafi verið að kaupa vændi á nuddstofu í verslunarmiðstöð. Hann býr í Massachusetts en á einnig heimili í Palm Beach. Eiginkona hans, Myra Hiatt, dó árið 2011 og hefur Kraft verið í sambandi með hinni 39 ára gömlu leikkonu Ricki Noel frá 2012. Samkvæmt lögum Flórída þykir líklegt að Kraft verði gert að sinna samfélagsþjónustu í hundrað klukkustundir og sitja námskeið um skaða vændis og kynlífsþrælkunar, verði hann fundinn sekur. Kraft gæti einnig lenti í vandræðum hjá NFL-deildinni þar sem hægt er að refsa eigendum fyrir alls konar hegðun sem kemur niður á ímynd deildarinnar. Eigandi umræddrar nuddstofu heitir Hua Zhang en hún hefur verið handtekin. Í dómsskjölum kemur fram að lögregluþjónar hafi náð myndböndum af „starfsmönnum“ hennar stunda vændi í minnst tólf skipti. Lögreglan segir þetta fólk vera í kynlífsþrælkun.
Bandaríkin NFL Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira