Spekileki Logi Einarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar