Spekileki Logi Einarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun