Leyndarhjúpur laskar traust til lífeyrissjóða Hallgrímur Óskarsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar