Leyndarhjúpur laskar traust til lífeyrissjóða Hallgrímur Óskarsson skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju skyldi einhver treysta bankakerfinu, spurði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor, á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins í vikunni. Þetta er réttmæt spurning, enda mælist traust almennings á bankakerfinu mjög lágt. Á svipuðum stað – jafnvel lægra – er traust almennings til lífeyrissjóða og mætti því með sama hætti einnig spyrja af hverju skyldi einhver treysta lífeyriskerfinu? Ástæða þess að bankakerfið skorar örlítið hærra en lífeyriskerfið í mælingum á trausti er að fólk á þar peninga og getur séð skýrar upplýsingar um inneign m.v. inngreiðslur. Lífeyriskerfið er hins vegar sveipað svo miklum þokuhjúp að þrátt fyrir stöðugar inngreiðslur í hverjum mánuði, áratugum saman, veit varla nokkur hvort hann muni fá mikið eða lítið í lífeyri. Hvernig verður tilveran á efri árum, spyrja margir sig? Verður lambalæri á sunnudögum eða skinkusamloka, eins og hina dagana? Lög í landinu skylda alla til að greiða mikla fjármuni inn í lífeyrissjóði í hverjum mánuði. Á móti ætti lífeyriskerfið að endurgjalda almenningi – herrum sínum – með auðlæsilegum upplýsingum um allt sem lýtur að meðhöndlun fjárins. Allir ættu að geta fengið læsilegar upplýsingar eins og þessar: l Hver er heildarávöxtun lífeyrissjóða? Hvernig er röð þeirra frá ári til árs? l Hverjar eru mínar inngreiðslur í krónutölu frá upphafi, hvernig hefur gengið að ávaxta þær, frá ári til árs? l Í hvaða verkefnum fjárfesta sjóðir? Hvaða verkefni skila ábata og hver ekki? l Hefur minn lífeyrissjóður tapað fé vegna verkefna þar sem fjárfestar fengu sína umbun en lífeyrissjóðir tóku tapið? l Hversu mikill er kostnaður sjóða? Heildarlaun? Með bónusgreiðslum? Hvað greiða þeir mikið til banka og verðbréfafyrirtækja í fjárfestingagjöld? Það napurlegasta í þessu samhengi er að fólk hefur nær ekkert aðgengi að þessum eðlilegu upplýsingum. Kerfið er umvafið leyndarhjúp og samanburður á milli sjóða er eitthvað sem íslenskum lífeyrissjóðum þykir vont að þurfa að taka þátt í. Samt er slíkur samanburður algengur í flestum nágrannalöndum. Það þurfti „menn útí bæ“ nú í desember til að taka saman ávöxtun sjóða síðustu 20 ár af því að lífeyrissjóðir voru enn að þráast við að birta þær upplýsingar á aðgengilegu formi fyrir almenning. Í fljótu bragði er erfitt að ímynda sér lægra stig þjónustu: Sjóðir fá um milljarð á dag frá almenningi en telja sig samt þess umkomna að neita almenningi um upplýsingar hvort gangi vel eða illa að ávaxta þetta fé! Þarna er komin of mikil eigendahugsun í stað þjónustuhugsunar. Hættan við það er að lífeyrissjóðir verði tregir til að taka þátt í verkefnum sem almenningur hefur beina hagsmuni af. Að fókusinn fari í aðrar áttir. Það er því eðlilegt að almenningur beri lítið traust til lífeyrissjóða, slíkur er leyndarhjúpurinn sem sveipaður hefur verið um margt í starfsemi þeirra, árangur, ávöxtun, fjárfestingar og kostnað. Og ekki er það til að opna glufu á þennan hjúp að heyra talsmann lífeyrissjóðakerfisins ræða í útvarpi, rétt fyrir áramót, og segja að lífeyrissjóðir aðhyllist svo sannarlega gagnsæi í sínum störfum því slíkt gagnsæi er erfitt að koma auga á. Tregða til að birta upplýsingar er hins vegar um of til staðar. Það er því ljóst að margt þarf að breytast í hugsun, stefnu og skilaboðum lífeyrissjóða áður en þeir geta vænst þess að þoka sér upp þann kvarða er mælir traust.Höfundur er verkfræðingur
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun