Valur valtaði yfir ÍBV 7-1 í Lengjubikar kvenna í fótbolta, liðin mættust í Egilshöll í dag.
Eyjakonur áttu fyrsta orðið og skoruðu fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu. Það átti hins vegar eftir að verða það síðasta sem heyrðist frá þeim.
Tvö mörk á fimm mínútna kafla frá Val eftir um hálftíma leik snéri leiknum þeim í hag og var staðna 2-1 í hálfleik.
Valskonur bættu við fimm mörkum í seinni hálfleik og unnu mjög öruggan 7-1 sigur.
Valur hefur spilað tvo leiki í Lengjubikarnum og er á toppnum með fullt hús og níu mörk í plús.
