Lífið

Myndaveisla frá Söngvakeppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik Ómar fór áfram.
Friðrik Ómar fór áfram. vísir/mummi lú
Friðrik Ómar Hjörleifsson og Tara Mobee tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Söngvakeppninnar 2019 á RÚV og er því ljóst hvaða flytjendur stíga á svið á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar sem fram fer í Laugardalshöll 2. mars næstkomandi.

Friðrik Ómar flutti lagið Hvað ef ég get ekki elskað? en Friðrik samdi sjálfur bæði lag og texta.

Tara flutti lagið Betri án þín en Andri Þór Jónsson og Eyþór Úlfar Þórisson sömdu lag og texta.

Um síðustu helgi varð ljóst að Hera Björk komst áfram með lag sitt Eitt andartak og Hatari með lagið Hatrið mun sigra.

Lag söngkonunnar Kristínu Skoubo Bærendsen, Ég á mig sjálf, var einnig valið í úrslit af framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins og kemur það inn sem wild card lag á úrslitakvöldinu.

Ljósmyndarinn Mummi Lú var á svæðinu og fangaði hann stemninguna frá æfingum fyrr um daginn og má sjá þær myndir hér að neðan. 






Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×