Fylkir og Þróttur gerðu jafntefli í fyrsta leik beggja liða í Lengjubikarnum í dag.
Bæði mörk leiksins voru skoruð af Fylkismönnum en Daði Ólafsson skoraði sjálfsmark á tuttugustu mínútu og kom Þrótturum yfir.
Í seinni hálfleik jafnaði Hákon Ingi Jónsson metin fyrir Árbæinga og skildu leikar með 1-1 jafntefli.
Liðin spila í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins. KR og Njarðvík eru með þrjú stig eftir að öll lið hafa leikið einn leik á meðan ÍBV og Víkingur Ólafsvík eru án stiga.
Fylkir og Þróttur skildu jöfn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
