Friðrik Ómar kippir sér lítt upp við umræðu um meintan lagastuld Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 18. febrúar 2019 11:30 Skeggrætt um líkindi lags Friðriks Ómars Hvað ef ég get ekki elskað og Love on the Brain með Ríhönnu. Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019 Eurovision Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram um hugsanaleg líkindi lags Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og svo laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Sjálfur kippir Friðrik Ómar sér lítt upp við þetta og segir brosandi við blaðamann Vísis: „Unchained Melody er innblásturinn. Rihanna og ég tókum það þaðan.“ Hann útskýrir að svona séu lög í 6/8. „Arpeggíu-fílingur. Pálmi í StopWaitGo útsetti og Kiddi Grétars spilaði á gítarinn.“ Auðvitað er það ekki útsetning eða taktur sem ræður því hvort um lagastuld er að ræða eða ekki. Það snýst um laglínuna. En, áður en lengra er haldið er rétt að hlusta á lögin tvö. Hér kemur lag Friðriks Ómars sem hann flutti af miklum krafti á laugardaginn.Þessi frammistaða Friðriks Ómars fleytti honum uppúr riðlinum og beint í úrslitin sem verða 2. mars í Laugardalshöll. En, hér er lag Ríhönnu, sem sumir vilja meina að svipi til lags Friðriks Ómars.Það var Matt Friedrichs hjá ESC United sem var einna fyrstur til að nefna að þessum lögum svipaði til hvors annars. Eurovision-aðdáandi hafði bent á líkindin á WIWI Bloggs 9. febrúar síðastliðinn en Friedrichs fór yfir öll lög undankeppninnar og gaf álit sitt á því hvað honum sýndist.Samkvæmt Matt Friedrichs stefnir í æsispennandi viðureign. Hann hefur Friðrik Ómar og Hatara, sem fóru uppúr fyrri undanriðlinum, efsta á sínu blaði og svo virðist með ýmsa aðra. Mun hatrið sigra ástina, er spurt víða á samfélagsmiðlum. Tveggja turna tal, eins og þar stendur. Með fullri virðingu fyrir öðrum keppendum. Umræða um líkindi milli laga virðist koma upp árlega í tengslum við Eurovision-söngvakeppnina. Þegar sú staðreynd er borin undir Friðrik Ómar þá segir hann einfaldlega: „Það er löngu búið að semja LAGIÐ.“ Þó þetta sé í gamansömum tóni þá er það vissulega svo að í þriggja mínútna dægurlagi, sé litið til gervallrar poppsögunnar þá hljóta að vera takmörk fyrir því hversu margir möguleikar eru á að skrúfa saman ólíkar hljómasamsetningar innan þess ramma.Hér fyrir neðan má heyra lagið Unchained Melody, með Righteous Brothers, sem Friðrik Ómar nefndi áður. En, þetta er sígild umræða og skemmtilegur samkvæmisleikur. Lögfræðingurinn Auður Kolbrá bar lag Friðriks Ómars einnig saman við Love on the Brain á Twitter í gærkvöldi. Reyndar fer þar fram umfangsmikil umræða um þetta atriði á þeim vettvangi.Ætli Friðrik Ómar hafi einhvern tímann heyrt Love on the brain?Nei ég bara spyr...#12stig— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) 16 February 2019
Eurovision Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira