Holur hljómur Bolla Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun