Holur hljómur Bolla Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lét íslenskur sjávarútvegsráðherra þau orð falla að „…?við lifum ekki á varkárninni einni saman“. Þetta sagði hann eftir að Hafrannsóknastofnun hafði birt svarta skýrslu um ástand þorskstofnsins. Síðan eru liðin mörg ár og menn hafa komist að því, eftir bitra reynslu, að við lifum einmitt á varkárninni þegar kemur að umgengni við auðlindir sjávar. Við hana má svo bæta góðu skipulagi við veiðar og eljusemi sjávarútvegsfyrirtækja og sjómanna. Lykilhlutverkið í merkilegri sögu sjávarútvegs hér á landi er aflamarkskerfið, öðru nafni kvótakerfið. Efasemdarmenn voru nokkrir í upphafi. Einn þeirra var Bolli Héðinsson hagfræðingur sem skrifar gjarnan um sjávarútvegsmál á opinberum vettvangi. Þegar aflamarkskerfið var að festa sig í sessi í kringum árið 1986 taldi Bolli Héðinsson það afleik og leist honum illa á. Um það skrifaði hann meðal annars í Sjómannablaðið Víking. Bolli sagði á þeim tíma að finna yrði kerfi sem gerði sjósókn sem arðbærasta. Hann taldi að kvótakerfið skekkti „…?talsvert þá framtíðarsýn, sem við ættum að geta gefið okkur um arðbæra útgerð“. Hvatti Bolli til þess að leitað yrði nýrra leiða.Náttúra tímans Tíminn er þeirri náttúru gæddur að hann getur látið fortíðina líta furðulega út þegar maður speglar hana í samtímanum. Það sem er viðeigandi í dag á kannski engan veginn við á morgun. Það á einmitt við í þessu tilfelli. Bolli hélt því fram í nefndri grein að kvótakerfið myndi ekki leiða til arðbærs sjávarútvegs og ekki nóg með það, hann taldi að kerfið myndi draga úr hagkvæmni. Það sem gerðist var þveröfugt. Kvótakerfið reyndist grunnforsenda þess að sjávarútvegur varð arðbær og hagkvæmur. Færum okkur þá rúm þrjátíu ár fram í tímann og gaumgæfum hvað það er sem Bolli Héðinsson vill í dag. Jú, hann telur að sjávarútvegsfyrirtæki hafi það í raun allt of gott og greiði ekki nóg til samfélagsins, svo sem lesa má af nýlegum skrifum hans. Kerfið sem Bolli Héðinsson taldi að þyrfti að afnema, er í raun grundvöllur fyrir því að sjávarútvegurinn getur greitt milljarða króna á hverju ári í veiðigjald og aðra skatta. Af þessum sökum verða skrifin nokkuð spaugileg. Þess má í framhjáhlaupi geta að sjávarútvegur er eina atvinnugreinin sem greiðir auðlindagjald og samkvæmt skýrslu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins Mackinsey er sjávarútvegur önnur tveggja atvinnugreina á Íslandi þar sem framleiðni vinnuafls er á pari við nágrannaþjóðir.Reynslan er ólygnust Það má svo sem rifja upp fleiri ummæli Bolla Héðinssonar um sjávarútvegsmál. Í grein í Ægi snemma á níunda áratugnum spurði hann hvort það ætti að vera í höndum Hafrannsóknastofnunar að ákveða hámarksafla. Hann taldi að svo ætti ekki að vera. Honum er að sjálfsögðu vorkunn, það voru svo sem fleiri á þeirri skoðun; að vísindin ætti eingöngu að hafa til hliðsjónar. Tíminn og reynslan hafa hins vegar einnig leitt okkur fyrir sjónir að vísindin eiga að varða veginn við ákvörðun á hámarksafla, ekki duttlungar stjórnmálamanna hvers tíma. Ef læra má af sögunni, þá væri það líklega síst til eftirbreytni að treysta hugleiðingum Bolla Héðinssonar þegar kemur að sjávarútvegi. Óvild hans í garð sjávarútvegs er þó að vissu leyti skiljanleg. Það veldur eðlilega gremju þegar ekkert verður úr bölsótinu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun