Unglingapartý á Seltjarnarnesi fór úr böndunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:08 Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/vilhelm Lögreglan segist hafa haft í nógu að snúast í nótt. Því til sönnunnar bendir hún á í skeyti sínu til fjölmiðla í morgun að allar fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði séu fullar eftir nóttina. Til að mynda voru fjórir einstaklingar handteknir á einu bretti. Þeir eru grunaðir um nytjastuld, vörslu fíkniefna og „fleiri brot,“ eins og það er orðað í orðsendingu lögreglunnar. Hópurinn var því fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem þeir hafa fengið að verja nóttinni. Þá segist lögreglan hafa þurft að bregðast við aðstoðarbeiðni á Seltjarnarnesi. Þar höfðu nágrannar kvartað undan því sem lögregla lýsir sem „partý sem hafði farið úr böndunum.“ Þegar lögreglumenn mættu á svæðið hófust þeir handa við að aðstoða við að vísa unglingum úr teitinu. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvort einhverjar skemmdir hafi hlotist af skemmtanahaldinu. Eins og oft vill gerast aðfaranætur laugardags var mikil ölvun í borginni. Fjölmargir þurftu aðstoð eftir að hafa farið of geyst í vímuefnaneyslu sinni á meðan aðrir komust í kast við lögin. Til að mynda lenti leigubílstjóri í vandræðum þegar farþegi hans gat ekki gert nokkra grein fyrir sér vegna vímu. Því var hann fluttur í fangaklefa. Auk þess voru nokkrir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum í nótt. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglan segist hafa haft í nógu að snúast í nótt. Því til sönnunnar bendir hún á í skeyti sínu til fjölmiðla í morgun að allar fangageymslur á Hverfisgötu og í Hafnarfirði séu fullar eftir nóttina. Til að mynda voru fjórir einstaklingar handteknir á einu bretti. Þeir eru grunaðir um nytjastuld, vörslu fíkniefna og „fleiri brot,“ eins og það er orðað í orðsendingu lögreglunnar. Hópurinn var því fluttur í fangaklefa á Hverfisgötu þar sem þeir hafa fengið að verja nóttinni. Þá segist lögreglan hafa þurft að bregðast við aðstoðarbeiðni á Seltjarnarnesi. Þar höfðu nágrannar kvartað undan því sem lögregla lýsir sem „partý sem hafði farið úr böndunum.“ Þegar lögreglumenn mættu á svæðið hófust þeir handa við að aðstoða við að vísa unglingum úr teitinu. Ekki fylgir sögunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins eða hvort einhverjar skemmdir hafi hlotist af skemmtanahaldinu. Eins og oft vill gerast aðfaranætur laugardags var mikil ölvun í borginni. Fjölmargir þurftu aðstoð eftir að hafa farið of geyst í vímuefnaneyslu sinni á meðan aðrir komust í kast við lögin. Til að mynda lenti leigubílstjóri í vandræðum þegar farþegi hans gat ekki gert nokkra grein fyrir sér vegna vímu. Því var hann fluttur í fangaklefa. Auk þess voru nokkrir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum í nótt.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira