Guðrún Inga er hætt en segir að KSÍ sé ekki karlaklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Guðrún Inga Sívertsen. Mynd/S2 Sport Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa
Íslenski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira